Ferill 371. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 992  —  371. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36 4 . maí 1993.

Frá allsherjarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Björgu Thorarensen og Hjalta Zóphóníasson frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti, Þórð Skúlason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Sigríði Dögg Geirsdóttur, Þorvald Karl Helgason og Guðmund Þór Guðmundsson frá Biskupsstofu, Þórstein Ragnarsson frá Kirkjugarðasambandi Íslands, Valdimar Einarsson frá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í meinafræði, Hjört Magna Jóhannsson frá Fríkirkjunni í Reykjavík, Ólaf Jóhannsson frá Prestafélagi Íslands og Sigurð Guðmundsson landlækni.
    Umsagnir um málið bárust frá Gísla H. Friðgeirssyni, Biskupsstofu, landlæknisembættinu, leikmannaráði þjóðkirkjunnar, Kirkjugarðasambandi Íslands og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
    Með frumvarpinu er í fyrsta lagi lagt til að dreifing ösku látinna manna verði heimiluð samkvæmt nánari reglum ráðherra. Í öðru lagi er lagt til að Kirkjugarðasjóði og skipulagsnefnd kirkjugarðanna verði steypt í eina stjórn, kirkjugarðaráð. Þá eru skyldur sveitarfélaganna í tengslum við nýja kirkjugarða skilgreindar nánar í frumvarpinu og gert er ráð fyrir að ráðherra setji almenna reglugerð um umgengni í kirkjugörðum. Loks eru með frumvarpinu lagðar til smávægilegar breytingar á lögunum.
    Nefndin telur rétt að geta þess að fram kom í máli gesta nefndarinnar að engin heilbrigðishætta er fylgjandi dreifingu ösku.
    Leggur nefndin til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi


BREYTINGUM:

     1.      Við 5. gr. Í stað orðanna „og 51. gr.“ komi: 2. mgr. 50. gr. og 51. gr.
     2.      Við 16. gr.
                  a.      1. mgr. orðist svo:
                       Lög þessi öðlast gildi 1. maí 2002.
                  b.      Í stað orðanna „31. desember 2001“ í 2. mgr. komi: 30. apríl 2002.

    Katrín Fjeldsted og Lúðvík Bergvinsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Þuríður Backman sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 15. mars 2002.



Þorgerður K. Gunnarsdóttir,


form., frsm.


Jónína Bjartmarz.


Guðrún Ögmundsdóttir.



Ásta Möller.


Ólafur Örn Haraldsson.


Kjartan Ólafsson.



Guðjón A. Kristjánsson.